Aulinn ég!
Eitt af því sem ég verð að gera áður enn ég fer í heimsreisuna mína er að yfirstíga ótta minn við fiska. Ég hef nokkurn veginn komist upp með það að forðast fiska hérna á örugga Íslandi, en ég get ekki verið eins viss þegar ég fer að þvælast um heiminn, þar sem ég get mætt hvaða kvikindi sem er!Undan farið hef ég verið að mana mig upp í að prófa að fara í gæludýrabúðir en alltaf hætt við á seinustu stundu. Er ég nú farin að dreyma á hverri nóttu þetta ferli og í hvert skipti endar það yfirleitt mjög illa og dett í sjóinn innan um alla ógeðslegu fiskana og ég vakna upp í svitakasti (fæ meira að segja hroll við að rifa þetta upp).Óska ég hér með eftir einhverjum sem væri til í að taka mig í ónæmismeðferð!
6 Comments:
Þó að ég sé með fuglafóbíu á háu stigi get ég enganveginn gert mér í hugalund hvernig er hægt að vera hræddur við fiska!!
hahahah
Ég á svo erfitt með að skilja þetta Erna mín....en aftur á móti get ég lítið sagt sem er með skartgripafóbíu... hmmm. En mér hefur tekist að komast yfir fóbíuna mína á skipulegan hátt - ég veit þú getur þetta Erna!!
sumum finnst þetta fyndið eða krúttlegt
mér finnst nú bara ekkert krúttlegt við fiska, og ekkert fyndið að taka ofsækiskast ef ég er of nálægt þeim!!
Þú ert yndisleg :) Við verðum bara að setjast niður og reyna að finna lausn við þessu fóbíuveseni... ég á akkúrat við sama vandamál að stríða, þ.e. ég er skíthrædd við mat sem ég þekki ekki, þannig að þegar ég fer út.... þá mun ég líklega svelta.
(nú fer ég að vera hin óþolandi kommentari) en Sigurást afhverju bloggar þú ekki? Ég vil meiri og fleiri blogg... það er svo gaman
híhí þú ert yndisleg.. reyndar er ég ný komin í bloggheiminn... spaces.msn.com/members/zigurast/ fyrir forvitna og frábæra :p
Skrifa ummæli
<< Home