föstudagur, nóvember 18

"Kynlíf og borgin"

Eftir mikið hjakk og mjög svo langdregnar upptökur með kórnum í gær, var ég orðin léttgeggjuð og enduðum við nokkrar sóprönur að fara í höfrungahlaup á kirkjugólfinu.
Í tilefni þess hve ég er óskynnsöm fórum við þær sömu sóprönur í bjórleiðangur.
Kíktum fyrst á Hressó, þar voru hressir trúbradórar sem sungu klámvísur, en bjórinn var ansi slappur og bragðlaus. Var farið á frekari skrölt, kíktum á nokkra staði og furðum okkur á því hvað væri mikið af MJÖG ungum krökkum á djamminu, Bjarnheiður kom svo með þá ábendingu að það væri frekar við sem væru að eldast!
Ákváðum við þá að gráta sorgum okkar á Sólon. Þar var rosa stuð, þó svo að trúbadorinn hafi ekki alveg vitað hvað hann var að syngja. Nóg var af strákunum og pikkum línum, meðal annars var okkur boðið að taka þátt í sannleikanum og kontor! Þar hitti ég líka fullt af strákum af króknum. Ég gat ekki annað hlegið þegar ég sá hverjir voru aðalgauranir á króknum!

Annars er ég búin að overdosa á “Sex and the City” og er alltaf semja pistla í huganum þegar ég er á djamminu. Kannski maður opni nýja bloggsíðu
“Kynlíf og borgin”!

4 Comments:

At 18:35, Blogger Ýrr said...

"Kynlíf og borgin" pistlar eru algjörlega málið!!

 
At 23:36, Blogger Ásdís said...

já... má ég vera með í þeim !!!! vera einn pislahöfundanna


og ég þoli ekki þessa stafi sem maður þarf að pikka inn þegar maður kommentar....

 
At 23:38, Blogger Ásdís said...

Nei Helga líst ekket á þetta... ég mun bara kommetna á pislana... þetta er víst bara fyrir einhleipa segir hann

 
At 15:23, Anonymous Nafnlaus said...

Ekkert mál, ég skal koma í staðinn :p

Sex in the city the Icelandic version...... það er víst enginn búinn að setja upp svoleiðis :p

 

Skrifa ummæli

<< Home