fimmtudagur, nóvember 24

Nokkrar sniðugar staðreyndir!

*Fiðrildi geta bragðað með fótunum.

*Kvak andar bergmálar ekki og enginn veit hvers vegna.

*Á tíu mínútum leysir fellibylur meiri orku en er öllumkjarnorkuvopnum í heiminum samanlagt.

*Að meðaltali kafna 100 manns á kúlupennum árlega.

*Að meðaltali er fólk hræddara við köngulær en dauðan.

*35% af fólki sem notar persónuauglýsingar í dagblöðum fyrirstefnumót eru gift.

*Fílar eru einu dýrin sem geta ekki hoppað.

*Aðeins 1 af hverjum 2 milljörðum munu lifa til 116 ára aldurs.

*Það er mögulegt að leiða kýr upp stiga en ekki niður.

*Konur blikka augunum næstum tvöfalt oftar en karlar.

*Það er líkamlega ómögulegt að sleikja olnbogan á sjálfum sér.

*Snigill getur sofið í 3 ár.

*Ekkert orð í ensku rímar við "month".

*Augun á okkur eru alltaf jafn stór frá fæðingu, en nefið og eyrunhætta aldrei að vaxa.

*Allir snjóbirnir eru örvhentir.

*Forn-egypskir prestar plokkuðu ÖLL hár af líkamanum, líkaaugnbrúnirnar og augnhárin.

*Augun í strútum eru stærri en heilinn í þeim.

*TYPEWRITER er lengsta orðið sem hægt er að skrifa með aðeins einniröð ályklaborðinu.

*Krókódílar geta ekki rekið tunguna út.

*Sígarettukveikjarinn var fundinn upp á undan eldspýtunum.

*Ameríkanar borða að meðaltali 18 ekrur af pizzu hvern einasta dag.

*Næstum allir sem lesa þetta bréf munu reyna að sleikja á sérolnbogan.

*Þú reyndir að sleikja á þér olnbogan, er það ekki?

*Ef þú mydir öskra í 8 ár 7 mánuði og 6 daga myndir þú búa til nægaorku til að hita 1 kaffibolla.

*Ef þú myndir reka við stanslaust í 6 ár 9 mánuði myndast gas semjafngildir krafti atómsprengju.

*Fullnæging svína stendur í 30 mínútur.

*Ef þú lemur hausnum við vegg brennir þú 150 hitaeiningum á klukkutíma.

*Menn og höfrungar eru einu tegundirnar sem stunda kynlíf sér tilskemmtunar.

*Sterkasti vöðvinn í líkamanum er tungan.

*Rétthent fólk lifir að meðaltali 9 árum lengur en örvhentir.

*Maurar geta lyft 50 faldri þyngd sinni,togað 30 falda þyngd sína og þeir falla alltaf á hægri hliðina þegar þeir verða drukknir.

*Leirgedda (það er fiskur) er með 27.000 bragðkirtla.(Hvað í ósköpunum getur verið svona bragðgottneðst í vatninu?)

*Flóin getur stokkið 350 falda lengd sína, það er svipað og maðurinnstökkvi yfir fótboltavöll. (30 mínútur, ímyndaðu þér og af hverjusvín?!!)

*Kakkalakki getur lifað í 9 daga án höfuðs áður enn hann sveltur tilbana.

*Sum ljón eðla sig 50 sinnum á dag

*Krossfiskar hafa engan heila.(Ég þekki líka svoleiðis fólk.)


- í næsta lífi ætla ég að vera Skógarbjörn en svo ætla ég að verða svín ;)

4 Comments:

At 15:04, Blogger Ásdís said...

jahá... en ánamaðkar geta þeir hoppað... og víst Ljón gera það 50 sinnum á dag hver segir að þeir hafi ekki gaman af því?? varla er getnaður í hvert skipti...ég efast líka sórlega um að þetta með rétthenda og örfhenta sé byggt á mjög vísindalegum rannsóknum!!! Tungan er mjög merkilegur vöðvi.. en ertu viss umm hann sé sá stekasti? Hvað er átt við með að snjóbirnir séu örfhentir ?? eru þeir með hendur ?? og eru þeir mikið að skrifa ?? ekki veit ég hver spurining var þegar útkoman var að fólk væri almennt hræddara við kóngulær en dauðann .. en ég gistka á að hún hafi verið leiðandi eða villandi... ég neita líka að trúa því að kvak anda bermáli ekki....

 
At 00:06, Blogger Birna Kristín said...

Haha.. ég reyndi svo feitast að sleikja á mér olnbogann :D

Vissuð þið að það eru töluvert meiri líkur á því að örvhentir lifi það af að fá heilablóðfall heldur en rétthentir? Það er vegna þess að þeir nota frekar bæði heilahvelin heldur en rétthentir sem nota nær undantekningalaust bara annað

 
At 13:25, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta eru nokkrar góðar staðreyndir sem maður getur tekið með sér inn í helgina...

ps ég þekki líka nokkra krossfiska!

 
At 15:34, Blogger Einar said...

Sumir dvergar geta sleikt á sér olnbogann vegna stuttra handleggja. Í staðinn geta þeir ekki skeint sér án hjálpartækja. Einu haldið en öðru sleppt.

 

Skrifa ummæli

<< Home