Maður veit aldrei...!!
Ég hef þann ávana að fara aldrei út úr húsi nema ég lýti sæmilega út, hvort sem ég er að skreppa út í búð eða í skólann. Maður veit aldrei hvern maður getur hitt!Það kemur þó fyrir að ég nenni því ekki og nú rétt áðan ætlaði ég bara rétt að henda nýlokinni ritgerð út í Odda, þangað eru c.a. 50 skref og allir þar eru álíka sjúskaðir og ég.
En svo þegar ég er rétt að vera komin heim tek ég eftir að einhver bíll eltir mig, sé ég svo að það frænka mín og hún heimtar að bjóða mér með sér í afmælisveislu til systur sinnar! Ég verð eins og kjáni, væri alveg til í að fara í afmælið en ég var í náttskyrtunni innan undir, með ógreitt hár og risa bauga eftir nóttina! Ég hafði nú lítið val og var dreginn inn í bílinn og hennt inn í veisluna. Það var þó gaman að hitta allt þetta fólk, og ég gerði mitt besta til að afsaka útlitið og halda mér í úlpunni.
Eins og ég segi "Maður veit aldrei...", svo Better safe then sorry!
6 Comments:
náttfatapartý eru bra skemmtileg
gera bara scruffy lúkkið að normi. Þá er maður svo assgoti sætur þegar maður hefur sig til.
hmmm...
Dæmi A:
Lýta sæmilega út alla daga og enn betur við stærri tilefni
Dæmi B:
Lýta skelfilega út alla daga til að líta vel út öðru hverju!
Ég vel B!
Ábending til lögfræðinema:
Rannsóknir hafa sýnt að, fallegt fólk fær almennt lægri dóma en "minna fallegt" fólk!
- því nauðsynlegt að lámarka mögulega dóma ;)
Damn, fallegt fólk fær allt það góða í lífinu! Annars hefur það komið fyrir mig oftar en þrisvar að ég hafi skroppið út eitthvert ómálaður og alles til þess að fara í skólann eða eitthvað álíka plebbalegt og þá kemur það óhjákvæmilega fyrir að maður hittir einhvern sem maður vill koma vel fyrir sjónir. En það sem ég er að spá er af hverju gerist það ALDREI þegar maður er vel rakaður, nýklipptur og almennt snyrtilegur?!
...nei annars, ekki svara þessu
Við erum öll alltaf falleg!!! ... og hverjum er ekki sama;)
já ef lífið væri svona einfalt Telma mín!
í okkar samfélagi er útlit ákveðin stéttarstaða.
Skrifa ummæli
<< Home