mánudagur, desember 12

Freud er töffari

Núna er ég að hamast við að skrifa ritgerð um sálgreiningu og þá hvort hún eigi heima í mannfræðinni.
Þar sem að sálgreiningu hefur verið sparkað all fast úr sálfræðinni rembast fylgismenn hennar að torða henni inn í aðrar fræðigreinar.
Freud kallinn var að mörgu leiti á undan sinni samtíð. Hann koma með margar frumlegar hugmyndir sem skýringar á því afhverju maðurinn er eins klikkaður og hann er. Aðalgagnrýnin á kenningar hans voru (fyrir utan hvað hann var "bilaður" og að þær snéru allar að kynlífi og ofbeldi) aðferðafræðin hjá honum, eða réttara sagt það hann var ekki með neina fasta aðferðafræði.
Allir sjúklingarnir hans voru móðursjúkir, hann sjálfur varð dópisti, og hann notaði þau gögn sem honum fannst passa inn í kenningar sínar, eftiráskýringar voru rökin!

Já, Freud var töffari og ég er alveg ótrúlega fegin að maður fær ennþá að lesa kenningar hans, þær lífga svo skemmtilega upp á þurrprumið sem hinir gauranir komu með.

1 Comments:

At 04:27, Anonymous Nafnlaus said...

Hehehe...Freud kallinn... :)

 

Skrifa ummæli

<< Home