föstudagur, desember 9

2000 v.s. 2005

Eins og mér einni er lagið, tekst mér alltaf að finna mér eitthvað annað að gera enn að læra, og yfirleitt verður hangs á netinu fyrir valinu.
Fyrir einhverja tilviljun var ég farin að skoða djammmyndir af króknum síðan 2000 Sem sagt áður enn ég flutti suður og var enn þá í fjölbraut. Get ég nú ekki sagt annað en mér hafi brugðið. Enda nær 25 kg síðan og 5 ár í öldrun.
Nú þegar ég ætlar mér að flytja aftur norður, fer ég að pæla í því hversu mikið maður hefur breyst og þroskast.
Nú er ég ekki lengur unglingur, komið að því að ég finna mér vinnu tengdri minni menntun, núna þarf ég að sýna ábyrgð sem fullgildur aðili í samfélaginu.
Um leið ég kvíður fyrir að fara úr frelsinu hérna í Rvk, þar sem ég geri það sem ég vil þegar ég vil og umgengst það fólk sem ég nenni að umgangast, verður notalegt að geta komist í áhyggjuleysið og í faðm fjölskyldunnar.
En mig hryllir líka pínu við tilhugsunni að flytja aftur inn á mömmu og pabba, þar sem lífið er frekar einsleitt og maður verður allt í einu skyldugur að þola alla umgengi frá fjölskyldumeðlimum og ættfólki.

Ætli næsta sumar verði upphaf af nýjum kafla sem fullorðin eða mun ég detta til baka og verða geðvondur unglingur í uppreisn!

3 Comments:

At 17:28, Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefur aldeilis breyst!!! Svona hefur háskóla habitusinn áhrif á mann...;)

 
At 11:50, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Erna

Mér finnst þú alltaf sæt!

 
At 19:36, Anonymous Nafnlaus said...

25 kílóin segja til sín! Til hamingju!!!

Ekki breytast í uppreinsar ungling plís!!!!!!!!!!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home