miðvikudagur, febrúar 8

kosningar í dag og morgun



Ég minni á kosningar til Stúdenta- og Háskólaráðs í dag og morgun, í öllum helstu háskólabyggingum!

Ekki láta þér standa á sama.

Röskva veit að námslánin þín skipta máli. Röskva veit að samkeppnisstaða Háskóla Íslands er skökk. Röskva veit að skólagjöld vofa yfir. Röskva veit að námið þitt skiptir máli. Röskva veit að jafnrétti skiptir máli. Röskva veit að hollur og góður matur skiptir máli. Röskva veit að fjölskyldan skiptir máli. Röskva veit að allt þetta og fleira skiptir þig máli. Okkur er ekki sama. Röskva treystir á þig.

- hvet alla til að nýta kosningar rétt sinn og kjósa Röskvu til sigurs í raunverulegri hagsmunabaráttu stúdenta!

7 Comments:

At 17:13, Blogger Ásdís said...

ekki það að ég sé nein vöku kona en er finnst þeim ekki nákvælega það sama ????

 
At 18:20, Blogger Ýrr said...

Kosningar í HÍ = geisp

 
At 20:16, Blogger Erna María said...

jú það er örugglega rétt hjá þér Ásdís, en munurinn felst í ólíkr nálgun og aðferðum. Röskva telur að stúdentaráð þurfi að vera pólitíkst þrýstiafl, þannig eigum við möguleika á að beita okkur gegn skólagjöldum og krefjast frekari fjárveitinga til Háskólans. sem er jú rót flestra vandamála í Háskólanum.

 
At 12:36, Anonymous Nafnlaus said...

Heyrheyr Erna...

Við megum ekki láta okkur standa á sama, það er fólk að bjóða sig fram til þess að vinna í okkar þágu, þetta ráð varðar okkur td ef við erum á námslánum, eigum börn, erum í tíma milli 17:00 og 19:00 á daginn og einkum og sér í lagi ef fjársvelti háskólans bitnar á okkur (sem það gerir hjá flestum stúdentum). Það er slæmt ef við nýtum ekki kosningaréttinn vegna þess að hann er ekki sjálfgefinn, ég myndi ekki vilja vita hvernig ástandið væri ef ekki væri stúdentaráð!
Áfram Röskva!
Endalaus ást

 
At 10:06, Blogger Ýrr said...

Já já, verst bara að ég hef ekki kosningarétt!

 
At 12:14, Anonymous Nafnlaus said...

Shit ég gleymdi að athuga með utankjörstaðar atkvæðagreiðslu!

Og er allveg sammála að það er nauðsynlegt að kjósa, allir eiga að nýta rétt sinn, í því fellst nú lýðræðið!

En eitt gleymist oft í umræðunni um stúdentapólitíkina í HÍ. Stúdentaráð er ekki þing eða ráð sem tekur voðalega mikið af ákvörðunum. Stúdentaráð er fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta og þess vegna ætti flokkapólitík eins og er nú við lýði ekki að eiga heima í stúdentaráði. Eins og í öðrum hagsmunafélögum á að kjósa einstaklinga í stjórn Félagsstofnunar stúdenta. Hægri/vinstir pólitíki, flokkapólitík og þess háttar á ekki heima í hagsmunafélögm. Það háir stúdentaráði að það er aldrei sameinað því það vinnur með meirihluta og minni hluta í stað þess að vera heilstæð eining stjórn sem beitir sér hart fyrir hagsmunamálum stúdenta. Allar athafnir sem blásið er til svo sem mótmæli skólagjalda ættu að vera gerðar í nafni stúdentaráðs en ekki Röskvu Vöku eða Háskólalistans.

Kjósum fólk sem við treystum, búum til sameinað stúdentaráð og hættum að ruglast á hagsmunasamtökum og pólitík!!!

 
At 12:49, Blogger Ásdís said...

já Hilla þarna hittirðu naglann á höfðið... að mínu mati...

 

Skrifa ummæli

<< Home