laugardagur, maí 27

Kaldhæðni?


Þar sem ég nennti ekki heim úr Grafarvoginum að sækja flakkarann áður en ég færi á næturvakt ákvað ég að leigja mér einhverja mynd til að hafa ofan af fyrir mér í vinnunni.

Eins og við var að búast gekk mér frekar illa að finna einhverja álitlega mynd í því slappa úrvali sem vídeóleigurnar bjóða upp á. En sem betur fer kom til mín af myndarlegur og sjarmerandi starfsmaður leigurnar og benti mér á að taka Casanova og senti hann mér blikk til frekar hvatningar, og þar sem ég var að verða sein í vinnuna ákvað ég bara að taka gylliboðinu.

Þvílík vonbrigði sem þessi mynd var!!
Algerlega óspennandi og mjög svo þunnur söguþráður, meira að segja hef ég orðið spenntari yfir Leiðarljósi!

Svona er karlmenn ekkert nema innantóm gylliboð!

1 Comments:

At 09:46, Anonymous Nafnlaus said...

hehe.. brill! EN já..hafði sterkan grun um að þessi mynd væri slöpp..Nokkuð ljóst að ég tek hana ekki...
sé ya darlingo

 

Skrifa ummæli

<< Home