fimmtudagur, september 21

Nörd með teskeið.

Þegar ég var lítil var ég ákveðin í því að verða fornleifafræðingur. Ólíkt öðrum bekkjarsystkynum mínum sem ætluðu að verða löggur, búðakonur eða hjúkkur. Ég hef því alltaf verið hálfgert nörd, og horfði aftur á bak og áfram á Indiana Jones þangað til spólan varð ónýt. Það kom líka ósjaldan fyrir að einhver húmoristi rétti mér teskeið og sagði mér að fara grafa eftir gulli og hauskúpum (ég á nú samt gott safn af drasli sem ég hef fundið, og hrúgu af steinum sem ég var handvissum að væru steingervingar).
Nördið í mér gladdist því mjög mikið við að sjá þessa frétt.

Heima í sveitinni veit ég af nokkrum ómerktum gröfum, ætli frænka Lucyar sé nokkuð þar? Alla vega kitlar það mig að leggja af stað með teskeið og grafa upp eins og eina beinagrind. Versta er að ég má ekki eiga hana sjálf.

1 Comments:

At 12:29, Anonymous Nafnlaus said...

GO Erna segi ég nú bara :)

 

Skrifa ummæli

<< Home