Gilsaramót um helgina
Það er ábyggilegt að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða munaðarlaus!Afi minn (í móðurætt) hefði orðið hundrað ára 9. september næstkomandi. verður því ættarmótið í ár á annan máta en áður. Afi minn var duglegur maður og ól um 18 börn og 12 þeirra með ömmu minni. systkyni mömmu eru einnig mjög dugleg og eiga flest í kringum 5 börn hver sem eiga hrúgu af börnum líka.
Af þessu tilefni ákvað ég að föndra saman myndasýningu. en í myndasýningunni ætla ég að sýna þá afkomendur sem fæðst hafa seinustu 20 árin. Þvílík hrúga!!! ég er ekki búin að fá myndir frá öllum ennþá, en ég er komin upp í 100 börn!!
það verður spennandi að sjá hversu margir afkomendur afa eru orðnir!
3 Comments:
Vá, en hvað þú ert sniðug :) Úff hlýtur að vera erfitt að fylgjast með öllum.... þá er eins gott að kíkja í Íslendingabókina áður en kíkt er alvarlega á einhvern strák :p
Já þetta er meiri hrúgan! Og það skemmtilega við þetta ættarmót að fólk sem mætir voða sjaldan ætlar að mæta núna, þeir sem eru minni skildir skiluru, þannig að það verur troðið.. En sniðug hugmynd hjá þér með myndasýninguna =)
Láttu mig vita hvað afkomendurnir verða margir! Mjög spennt yfir þessu og vil endilega ná að tala einhvern tímann við ömmu þína, remember...
Skrifa ummæli
<< Home