þriðjudagur, ágúst 1

Nú fer að styttast í Danmerkur förina mína, ekki nema 11 dagar! Eins gott bara að þessi hitabylgja verði ekki farin þegar ég kem!

Alla vega náði ég að afreka margar ára tossaskap í senda bréf út til fjölskyldunnar sem ég var au-pair hjá þegar ég var 18 ára. Þó ég tali ágætis dönsku þá er það nú meira en að segja það að skrifa bréf á dönsku fyrir lesblinda manneskju. En ég skrifaði það þá bara á ensku (vona að ég fái ekki bögg út á það). En mikið rosalega hlakka ég til að hitta allt fólkið mitt og börnin eru nú orðin svo stór að ég á eflaust ekki eftir að þekkja þau enda búin að eldast um 6 ár. Eins og ég hef minnst á áður í bloggfærslum var ég hjá mjög sérstakri en yndislegri fjölskyldu og það er hægt að sjá hérna hvar þau búa og hvað þau gera.

Svo hlakka ég ekki minna til að hitta Sveinu mákonu og krakkana sem eru nýflutt til Esbjerg í Danmörku, Palli verður reyndar ekki heima, því hann er á sjónum núna. En þetta verður örugglega skemmtileg heimsókn og fín tilbreyting frá lífinu í RVK.

3 Comments:

At 09:54, Anonymous Nafnlaus said...

sa skilabodin fra ter. hvenær kemurdu til dk?
Lara

 
At 23:04, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvísa og til hamingju með daginn í dag! Gaman að lesa bloggið þitt :) Kveðja frá Króknum Heiða

 
At 23:36, Blogger Erna María said...

takk takk, á samt afmæli á morgun ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home