fimmtudagur, júlí 6

"Og með hverjum heldur þú?"

í kringum HM vertíðina í fótbolta er í sífellu verið að spyrja mig með hvaða liði ég held.En ég tók þá afstöðu ung að árum að fótbolti væri leiðinlegur og algjörlega óhæfur til áhorfs (enda var karfan miklu meira kúl)! Ekki það að mér finnist íþróttir óspennandi, en fótbolti er eitthvað sem kveikir bara alls ekki í mér keppnisskapið. Formúlan er dæmi um aðra íþrótt sem er algerlega óskiljanleg. það bara gerist ekkert! í fótboltanum gengur þeim sem fá eitthvað að koma við boltann mis illa að hitta í markið og í formúlunni er mis mikill hávaði í bílunum.

Þannig mér finnst eiginlega kjánalegt að taka afstöðu um hvaða lið ég held með, sérstaklega ef ég met afstöðu mína út frá hversu vel mér líkar við heimalands þess.Vona bara að þetta HM fár fari nú að ljúka svo fólk verði aftur viðræðuhæft!!

3 Comments:

At 09:21, Anonymous Nafnlaus said...

En með hverjum helduru svo?

Strumpakveðjur :)

 
At 09:19, Blogger Ýrr said...

mér finnst nú alveg ágætt að horfa á fótbolta....en þó einna helst landsleiki. HM er alveg kúl. Það þýðir þó ekki endilega að maður nenni að fylgjast með, hehe.

Ég held ekki með neinum samt.

Og þetta var tilgangslausi fróðleikur dagsins hjá mér.

 
At 23:38, Blogger Erna María said...

þakka þenna skemmtilega fróðleik Ýrr. ég held samt að megnið af því fólk sem fylgist með landsleikjum hafi minnstan áhuga á íþróttinni sjálfri, frekar að hvort "við" vinnum!

Þórir, ég held að sjálfsögðu með Tindastól ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home