miðvikudagur, júlí 5

seint á kvöldin og á nóttunni næ ég yfirleitt að hugsa sem skýrast og einbeitinginn er yfirleitt í hæðsta stigi. það verður oft til þess að ég fæ mínar bestu hugmyndir á nóttunni og þá sérstaklega að því félagsstarfi sem ég er að vinna í.
En það sorglega við það, er að allir eru farnir að sofa og maður getur ekki sagt neinum frá þeim!
kannski ég fái mér kött. Þeir nenna alltaf að hlusta á mann og eru yfirleitt vakandi á nóttunni!

Annars var ég á landsmóti hestamanna um helgina. alveg var þetta geggjuð helgi. Hressasta fólk sem völ er á kom með og algerlega vel heppnuð dagskrá!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home