Þetta verður geggjað!
Mikið lýst mér vel á þetta. Ég er búin að sannfæra nokkrar af hressustu túttum borgarinnar með mér á landsmót, Það er þó pláss fyrir fleiri hressa, so hop on board!Fréttir 14. júní 2006 - kl. 11:27 - www.skagafjordur.com
Geiri, Papar og Todmobile á Landsmóti
Hestamenn munu ekki þurfa að láta sér leiðast á kvöldin á Landsmótinu þó svo að hestarnir hvíli lúin bein. Topphljómsveitir munu halda uppi stuðinu fram eftir nóttu því á svæðinu verða Hljómsveit Geirmundar, Papar og Todmobile.
Á fimmtudagskvöld verður skagfirska sveiflan allsráðandi. Karlakórinn Heimir mun syngja við setningu mótsins og svo er það sjálfur sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson sem mun trylla lýðinn fram undir morgunn. Á föstudagskvöld er það hin goðsagnakennda stórsveit Todmobile sem leikur fyrir dansi og á laugardagskvöld munu hinir frábæru Papar spila eins og þeim einum er lagið.
Dansleikirnir fara fram inni á svæðinu og er aðgangur að þeim innifalinn í miðaverðinu. Það er því um að gera að tryggja sér miða í tíma - forsalan er í fullum gangi á ESSO stöðvum um land allt - því það verður STUÐ, STUÐ, STUÐ í Skagafirðinum um næstu mánaðamót.
2 Comments:
Hey hvenar er ?etta ?? v?ri n? til ? a? leggja land undir f?t... segir ma?ur ?a? ekki? :)
Kv. AU?ur G
þetta er fyrsta helgin í júlí 30. til 2. júlí
og þú ert meira en velkomin að koma með :)
Skrifa ummæli
<< Home