fimmtudagur, júní 22

Pínu skerí

Seinustu 4 daga hef ég verið á Flúðum í sumarbústað með vinnunni. Ferðin var mikil rólegheit. Milli þess að leysa Sudoku, grilla og fara í bíltúra, las ég bókina "Flugdrekahlauparinn". Mjög góð bók og tókst mér heldur betur að komast "inn í bókina" því þegar ég var akkúrat stödd í bókinni þar sem söguhetjan er að lýsa því þegar stríðið var að hefjast í Afganistan, flaug herþota frekar lágt yfir mig með þvílíkum hávaða. Rosalega var það Skerí!
Allt í einu áttaði ég mig enn betur á því að maður er í raun hvergi óhultur og stríð kemur líka fyrir fólk sem ekki á von á því!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home