þriðjudagur, ágúst 15

hvar er eiginlega þessi hitabylgja sem er alltaf verið að tala um?? Nú er ég búin að vera í Danmörku í 4 daga og er búið að rigna upp á hvern einasta dag! Hver þarf regndans þegar hægt er að bjóða Ernu í heimsókn!?!!

Á laugardaginn fór ég með Sveinu og krökkunum í skemmtigarð og urðum við næstum að ganga um með flotholt til að drukkna ekki

Annars er þetta búið að vera hið ágætasta frí, fengið nóg af bjór og dönskum mat. Gaman líka að rifja upp dönskuna mína.

2 Comments:

At 10:00, Anonymous Nafnlaus said...

hehehe... við komumst að því í gær að rigningin eltir Hreiðar! Hann kom til íslands og það rigndi meira í þessa 2 mánuði en allt árið í fyrra, á meðan rigndi ekki neitt í Svíþjóð! Núna er búið að rigna í Svíþjóð síðan hann kom heim híhí

 
At 13:40, Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtu þér nú vel þarna úti kona og hættu að tuða um veðrið ;) hehe

 

Skrifa ummæli

<< Home