fimmtudagur, ágúst 3

Gaman að eiga afmæli

Hef átt alveg yndislegan dag. mér hefur sjaldann fundist afmælið mitt sérstakur viðburður. fyrir utan þegar ég fékk einhver ákveðin réttindi í kjölfarið. Þar sem afmælið mitt lendir yfirleitt um verslunarmannahelgar og því allir í útileigu og enginn til að mæta í æfmælið mitt þegar ég var barn. svo þegar ég varð eldri var afmælið partur af þjóðhátíðarstemmingunni.

Fyrir algjöra tilviljun var ég búin að skipuleggja chick flick hitting 2. ágúst. Fattaði ég ekki fyrr en ég var eitthvað að skrá niður hjá mér mætinguna að ég ætti afmæli þennan sama dag. svo ég sló bara tvær flugur í einu höggi og fékk fullt af flottum afmælisgjöfum.

Annars varð ég hálf hrærð yfir því hversu margir mundu eftir afmælinu mínu, takk þið öll. svo fékk ég líka sms frá fólki sem ekki ertu með skráð númer þannig ég hef ekki glóru hver eru. og svo er svo áhættusamt að spyrja fólk hver það er, því maður gæti alveg verið að móðga einhvern sem heldur að ég sé alveg pottþétt með símanúmerið þeirra í símanum mínum!
En ég verð samt endilega að komast að því hvaða fólk þetta er því maður fer alltaf að búa til einhverjar samsæriskenningar í kringum eitthvað þannig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home