fimmtudagur, september 7

Nýja lífið gengur svona glimmrandi vel....

Búin að vakna fyrir kl 9 alla vikuna og nýta daganna til hið ýtrasta.
Hef meðal annars boðið í mat, farið í bíó sá þar Thank you for smoking. Alveg snilldar mynd með húmor við mitt hæfi. Svo fór ég á tónleika í gær í Borgarleikhúsinu á Magga Eiríks og Gunnar Pálma. Fékk frítt á tónleikana svo þeir voru extra skemmtilegir.

Í dag keypti ég mér hillusamstæðu sem ég setti saman alveg sjálf!!!!! Hlakka til að sjá svipinn á bræðrum mínum þegar þeir sjá hvað "litla prinsessan" getur gert þrátt fyrir að vera stelpa og án þess að skemma eitthvað

4 Comments:

At 00:48, Anonymous Nafnlaus said...

Við stelpurnar getum nú gert ýmislegt þegar við tökum okkur til!

 
At 21:37, Blogger Erna María said...

ég er samt bólgin og marin á vinstri hendinni eftir hamaganginn með skrúfjárnið!

 
At 21:51, Anonymous Nafnlaus said...

Æ, ég ætlaði að fara að ljúga að fólki að þú hefðir skrúfað þetta allt saman með augabrúnaplokkara...

 
At 10:26, Blogger Erna María said...

já ég byrjaði einmitt með plokkarann þangað til þú bjargaðir mér. Það hefði einmitt verið afrek útaf fyrir sig að setja þetta saman með plokkara!

 

Skrifa ummæli

<< Home