fimmtudagur, febrúar 15

Gilsarapæjur

Um seinustu helgi, heldum við frænkurnar hitting. Það var sko tekið nóg af myndum enda kjörið tækifæri að eiga myndir af okkur saman áður en við verðum allar gamlar og hrukkóttar.
Vorum við svo hressar að við ákváðum að halda annan hitting daginn eftir. Enda verðum við að halda Gilsarastemmingunni á lofti!!
Myndirnar hennar Brynju eru hér
Frekar fyndið hvað við erum allar hverri annari ólíkari!! Samt erum við systkynabörn (-Brynja sem eru einum ættliðnum lengra)
Það vantaði samt margar frænkur í viðbót, en þær eru heldur ekkert líkar okkur né hvor annari.
Frekar merkilegt hvað við erum öll ólík en samt svona rosalega mörg, mamma átti s.s. 18 systkyni, en greinilegt er að útlitseinkenni þeirra eru komin úr víkjandi erfðum!
Vei nú er ég farin að hlakka til ættarmótsins í sumar!

3 Comments:

At 10:09, Anonymous Nafnlaus said...

Ein leiðrétting! Mamma þín er ein af átján systkynum svo hún átti BARA 17 !!!
En eins og það sé ekki alveg nóg. . . hehe. . .
Kv. Dagný Ósk - Gilsari með meiru :)

 
At 12:42, Blogger Ásdís said...

ertu ennþá í RVK ?

 
At 09:17, Blogger Unknown said...

Þó við séum ekki líkar í útliti þá held ég að margir gilsarar eigi einhver skapgerðareinkenni sameiginlega, eins og t.d. þrjóskuna!

 

Skrifa ummæli

<< Home