mánudagur, nóvember 3

Búðaráp og góður matur

það er eitthvað við sunnudaga...
þó svo að ég hafi komist í gegnum þessa helgi Alcoholfría fannst mér ég samt vera þunn!! ég hlýt að vera búin að skilyrða mig!!.
gerði aðra tilraun í dag við að fara í búðir með Gumma bróðir og fjölskyldu. Og gekk það bara ljómandi vel náði meira að segja að byrja að kaupa nokkrar jólagjafir.
Ég ætla mér nefnilega að lifa af þessi jól án þess að fá brjálæðislegt stress kast á þorláksmessu þegar mér finnst ég eiga eftir að gera ALLT svo jólin geta komið!! það eru greinilega fleiri en ég sem ætla ekki að draga jólaundirbúninginn of lengi. Kringlan var öll skreytt og jóladót komnar í allar búðir!!!!!!!!!!!!!!!
Eftir að eyðsluferð í Kringluna bauð Gummi bróðir mér í mat. var hann búin að elda rosalega góðan sjávarrétt. Ég verð nú samt að viðurkenna að Hvítvín hefði fullkomnað máltíðina, en sjálfsagin hafði betur, ekkert alcohol fyrir mig þessa helgi.
fékk svo afganga með mér heim, mákonu minni fannst ég ekki borða nógu fjölhæfna mat, þar sem ég borða aðallega Cheerios og Cheerios.
�tti ég svo góða kvöldstund við spjall og kaffidrykkju.
Kom heim um 21.00 lærði og sofnaði svo sæl og glöð yfir því að hafa lifað af alcoholfría helgi :)
� dag fíla ég:

- Kringluna
- Emess ís með súkkulaðisósu og jarðarberjum
- Eldamennsku bróður míns
- Nýju fötin mín
- Body Shop
- Kalt vatn
- Vero Moda
- Bróðir minn og fjölskyldu
- Kaffi

� dag fíla ég ekki:

- Hausverk
- sunnudags sjúsk
- þegar gömul námsleti ásækir mann
- óþarfa tímaeyðslu

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home