sunnudagur, febrúar 8

Var búin að ætla mér að eiga alcoholfría helgi og læra eins og ég ætti lífið að leysa alla helgina................

ó nei! svo varð nú aldeilis ekki.........
Ég ætlaði mér að vinna sem minnst þennan vetur. Hringt var í mig og beðin að koma og leysa af á föstudagskvöldið. Lítið mál get nú alveg unnið eitt kvöld. En sumt fólk þarf alltaf að grípa alla hendina ef þeim er boðin litli putti og ekki kann ég að segja nei svo núna verð ég öll miðvikudagskvöld út vorið!!!! (Oh!). þannig að föstudagskvöldið fór í Idol áhorf í vinnunni í stað þess að lesa. Þar sem að kvöldið var hvort sem er farið þá fór ég og hitti vinkonur mínar og kíktum “aðeins” í bæinn. merkilegt hvað við íslendingar nennum að djamma í hvaða gaddi sem er!!!

Þannig að ég ákvað að taka laugardaginn með hörku og lesa úr mér augun.........

Ó nei! svo varð nú aldeilis ekki....
Þá hringdu gamlar bekkjasystur mínar af króknum og buðu mér í partý og auðvitað gat ég ekki neitað því. annað hefði nú bara verið dónaskapur!
Eftir boðið hófst alherjar leit eftir Öli. Hringdi í alla líklega og ólíklega en enginn átti bjór ekki einu sinni Sveinn bróðir (hvert er heimurinn að fara?!!!!) en svo mundi ég eftir dyggum formanni mínum sem auðvitað átti smá dreitill handa mér :)
Svo hófst árásin með hárspreyið púðrið og maskarann, mætti síðan galvösk í partý.
Það var heldur fá mennt en jú mjög góðmennt. Og var þetta hin áhugaverðasta samkunta. Veit núna mun meira en ég hafði kosið um fyrrverandi sveitunga mína!!

Svo sló klukkan tvö og haldið var niður í bæ ýmist gangandi eða rennandi þar sem ein ónefnd vinkona mín gat ómögulega haldið sér á löppunum.
Komum við svo við á öllum helstum skemmtistöðum borgarinnar meira að segja var ég töluð til að fara inn á Nellies!! úff þvílíkur viðbjóður get nánast ælt við öllum þessum ógeðisnáungum. hvað er málið!!!!!
er fólk alveg hætt að fara í bæinn til að SKEMMTA SÉR?? Er þetta bara athvarf fyrir fólk með brókasótt??!!

Kvöldið endaði með því að ég skemmti mér lang best á Hlöllabátum þar sem ég hitt fullt af fullum Skagfirðingum :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home