þriðjudagur, júlí 19

oh nenni ekki

Eitt af því leiðinlegasta sem ég geri í þessum heimi er að fara að sofa!

Ég geri næstum hvað sem er til að fara ekki að sofa. þegar dagskráinn er búin í sjónvarpinu og allir á msn farin að sofa, get ég samt ekki farið að sofa. þá fer ég yfirleitt að taka til, set í þvottavél og stundum gengur það svo langt að ég bíð eftir þvottavélinni. Eftir að þessu er öllu lokið fer ég loksins að tannbursta mig og þvo mér í framan. sama hversu þreytt ég er, kem ég mér bara aldrei í rúmið!

Merkilegt! Ég tel mig vera nokkuð duglega manneskju, en á að til að gera allt sem ég get svo ég þurfi ekki að gera leiðinlega hluti, ég lendi einmitt í svipaðari krísu við að skúra!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home