mánudagur, júní 12

Gott að eiga nóg af bræðrum

Ég ákvað að kaupa mér flakkara. Sveinn bróðir svo indæll að redda mér honum ódýrt og fylla hann svo af efni.

Annars var ég líka að "eignast" heimabíó, græjur, örbylgjuofn, eldhússtóla og fleira. Palli bróðir er að flytja til Danmerkur svo honum vantar að koma dótinu sínu í "geymslu".

Heimabíóið er reyndar mjög stórt en ég kem því einhvern vegin fyrir. Þarf bara að koma því suður. En þar sem Gummi bróðir á svo stóran pallbíl ætti hann að geta kippt því með næst þegar hann fer norður.

Ég þyrfti eiginlega að finna eitthvað fyrir Ómar bróður, svo ég nýti alla bræður mína :)

1 Comments:

At 15:31, Anonymous Nafnlaus said...

Noohh, það er bara svona. Það verður sem sagt bráðlega bíókvöld hjá þér með örbylgjupoppi og tilheyrandi. Alltaf gaman að prufa græjurnar. :p ég skal vera með:)

 

Skrifa ummæli

<< Home