fimmtudagur, desember 28

Jólafréttir

Jólin eru búin að vera yndisleg. Er ég nú í fyrsta skipti örugglega síðan ég var 16. ára að upplifa að vera í FRÍI yfir hátíðirnar. Fékk ég líka svona snilldar jólagjöf frá bræðrum mínum, 250 GB af bíómyndum og þáttaseríum. svo nú er enginn hætta á að mér leiðist í einveru minni hérna fyrir norðan þegar allir eru farnir heim eftir jólin.

Annars hef ég verið að tauta við sjálfan mín eftir að ég kom norður "ég get þetta ekki, get þett' ekki". ég er greinilega ekki alveg búin að sannfæra sjálfa mig um kosti þess að flytja. En ég veit þó að þetta er alveg ágætis hugmynd, þarf bara aðeins að aðlagast.

Kosturinn við Sauðárkrók er til dæmis það að maður þarf ekki að hafa mikið fyrir að rekast á það fólk sem maður vil. Hitti nefnilega konu í Skaffó sem ætlar að aðstoða mig að komast í samband við rétt fólk svo ég fái gáfulega vinnu :) Mikið varð ég hamingjusöm við það. nú get ég loksins farið að verða fullorðin með öllu tilheyrandi. Er meira að segja farin að huga að bílakaupum!!

jamm krókurinn er nú alveg fínn, nóg rólegheit og hef endalausann tíma til að kíkja í kaffi í hin ýmissu heimili :)

1 Comments:

At 02:19, Blogger �engill said...

Þú getur þetta alveg. Fyrst að ég gat verið á selfossi í tvö ár þá getur þú verið fyrir norðan í nokkra mánuði. ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home