þriðjudagur, desember 12

Eftir að ég skilaði bílnum sem ég var með í láni, hef ég ekki gefið mér neinn tíma til að fara í ræktina (að frátöldum Bandý um daginn). Ákveðin kaldhæðni að nenna ekki í ræktina nema maður sé á bíl!

Nú eru próf og ég geri ekkert annað en að sitja, sitja og sitja. Er ég komin með ógeð á öllum sætum, stólum, sófum og rúmum og hvað annað sem maður getur setið og lesið í.
Þar sem ég ekki haft tíma til að fara í ræktina rifjaði ég upp gömul kynni við Trimformtækið, sem ég fékk lánað um daginn. úff, þvílík pína, þetta var dauði, ég næstum kastaðist til við hvern straum! Enda á 40 mín í trimform að samsvara "tíu tíma kröftugri hreyfingu".

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home