miðvikudagur, desember 20

"ég fer alltaf yfir um um jólin..."

úff alveg er ég ekki að fíla þennan tíma, maður fer beint úr prófstressinu yfir í jólastressið.

Nú er ég búin að fara allt of oft í Kringluna og kaupa ekki neitt! ég er alltaf handvissum að ég geti fundið eitthvað betra og dýrara í einhverri annari búið, sem endar yfirleitt með því að ég kem tómhent heim og lendi svo í panic rétt fyrir jólin!

Skil ekki afhverju er ekki búið að netvæða Kringluna. Sé fyrir mér að geta bara gúgla allt sem ég þarf að finna svo fer maður bara beint í rétta hillu í réttri búð!

En mikið hlakka ég samt til að komast heim í sveitina, þá koma loks jólin :)

4 Comments:

At 18:06, Blogger Ásdís said...

ekki fara í kringluna !!! hún dregur bara úr manni orku... verslaðu einhverstaðar sem þú getur fegið ferskt loft.... t.d. á Laugaveginum, í skeifunni, mjóddinni... eða á svoleiðis stöðum !!! þá afstressast maður

 
At 18:55, Anonymous Nafnlaus said...

Slepptu bara jólastressinu! Gerður bara það sem þig langar!

 
At 13:45, Anonymous Nafnlaus said...

Betra og dýrara!!
Þá hlakka ég til að sjá hvað er í mínum pakka.. hehe

Jólaknús!!

 
At 04:02, Blogger Erna María said...

ég átti náttúrulega sjálfsögðu við "betra og ódýrara" :), þín gjöf var nú samt ekki keypt í kringluna, eins og þú líklegast veist Sandra mín!

 

Skrifa ummæli

<< Home