fimmtudagur, janúar 11

Ef það er eitthvað sem gerir mig geðveika þá er það að hjálpa pabba mínum á tölvuna. í fyrstalagi kann hann mjög takmarkað á tölvur, windowsið hans er á íslensku og það er algerlega vonlaust að leiðbeina honum í gegnum síma. Þurfti ég alla þá þolinmæði sem ég gat fundið svo ég myndi ekki bara tryllast á skella á þann gamla. úff þetta var alveg hræðilegt, hvaða bjánar voru það sem íslenskuðu windowskerfið!!!!!!!

Þau gömlu eru s.s. farin í húsið sitt á Spáni og verða þar næstu 3 mánuði, þannig ég verð ein í kotinu. Það er bara fínt, þau eru alveg yndisleg og allt það, en ég þarf eiginlega að hafa mitt space!

2 Comments:

At 21:34, Blogger Bidda said...

Hei, þarftu þá ekki að gera neitt annað en að skrifa ritgerðina?
Þú átt alla mína öfund:O)

 
At 23:34, Blogger Erna María said...

nei nei, ég er að vinna líka :) já og pússa neglurnar mínar :)

 

Skrifa ummæli

<< Home