þriðjudagur, janúar 30

Same old me...

Nýja árið átti sko heldur betur að vera ár breytinga og sjálfsmeðferðar. sá fyrir mér að flytja bara í sveitina, safna pening og dunda mér við lokaverkefnið mitt
Ég virðist þó lítið breytast þó ég flytji. Nú er ég bókstaflega að kafna úr verkefnum og amstri. Hef hvorki tíma til að anda né sofa.

Kannski flutti ég bara ekki nógu langt. Er einmitt að spá í að færa mig eitthvað um hnettinn og fara í sjálfboðaliðastarf einhver staðar, þar sem samfélagið og lífið er mun einfaldara.

Ég hef alltaf verið ofvirk það er ekki svo sjaldan sem mig dreymir um þá að hefði ekki svona mörg áhugamál, vera ekki endalaust að koma mér í einhver ný og ný verkefni. Hvernig væri að gera eitt í einu og gera það vel!

Það sem ég er að gera núna meðal annars:
- vinna við Ba-verkefni

- vinna á Elliheimili

- vinna að sigri Röskvu í kosningabaráttunni

- skrifa fyrirlestur um sjálfsímynd, metnað og áhrif orða sem ég er að fara halda víðs vegar um norðurland vestra

-redda skorarfundum og funda með Homo

-gera húsið tilbúið fyrir málara og smiði því ma og pa eru á spáni og það á að taka húsið í gegn (eru enginn takmörk fyrir því hvað er hægt að eiga mikið af bollastelli!!!!!)

- Ég er með tvær frænkur mínar í einkakennslu í 10 bekk 1x í viku (nú man ég afhverju mér gekk ílla í stærðfræði!)

- fer með ömmu í búðina 1x í viku

svo er ég að fara suður á morgun og á alveg eftir að pakka niður veit ekki alveg hvenær ég ætla að hafa tíma til að sofa áður ég fer :/

Svona er maður. Erfitt að flýja sjálfan sig.

jamm, held að ég verði kannski að flýja aðeins lengra.....

hvernig hljómar Malaví eða Indland?

3 Comments:

At 10:11, Anonymous Nafnlaus said...

Já það er greinilega brjálað að gera hjá þér, dugði greinilega ekki að flytja í sveitina hehe. Því verkefnin virðast elta þig uppi. En sumir eru bara svona að þeir lenda einhvernveginn í öllu, og þannig ert þú greinilega;)

Kveðja Solveig Björk

 
At 00:28, Blogger Lára said...

Hummmm það er dáldið langt.... og það eina sem ég get sagt er: þú verður þar líka!!!

 
At 09:16, Blogger Ásdís said...

vinna að sigri röskvu þarna.. hljómar líkt þér

heli

 

Skrifa ummæli

<< Home