miðvikudagur, janúar 17

Kaldhæðnisleg tilviljun, eða æðri máttarvöld?

Eins og venjulega er ég komin í megrun, það er víst ekki frásögufærandi, nema í kvöld gekk ekki svo vel. En ég var samt í mínu besta skapi enda hafði ég fundið geisladiska sem ég hafði skrifað á mínum yngri árum, og þar meðal voru diskur með Sólstrandargæjunum. Í kæruleysiskastinu ákveð ég að svipast um og gá hvort mamma eigi ekki einhvern góðann ís í öllum þessum frystikistum sem eru hérna. Er ég með græjurnar stilltar frekar hátt þannig ég heyrði alla leið út í bílskúr (enda er ég ein í húsinu og get haft eins mikill hávaða og ég kýs), en á meðan ég er að gramsa í kistunni þá rispast fíni Sólstrandargæjadiskurinn minn á laginu "Rangur maður" og það eina sem ég heyri er "lúser, lúser, lúser, lúser, lúser, lúser lúser...."

Veit ekki hvort þetta voru æðri máttarvöld að skamma mig eða rosalega kaldhæðnisleg tilviljun.
minnsta kosti langaði mig ekkert sérstaklega í ísinn eftir þetta og ákvað að fá mér epli í staðinn!

3 Comments:

At 11:35, Blogger Ýrr said...

hehhee...lúser!! Prófaðu aftur í kvöld og sjá hvort þetta gerist aftur. Annars skaltu bara fá þér ísinn! ;)

 
At 16:29, Anonymous Nafnlaus said...

hehe... þetta er bara eitt af því sem maður kallar hreina snilld :)
Kveðja Dagný Ósk frænka !

 
At 18:31, Blogger Ásdís said...

þú ert skrítin

 

Skrifa ummæli

<< Home