sunnudagur, janúar 14

Á seinasta söludegi..

Lífið í sveitinni er ágætt. Held að ég hafi aldrei haft jafn mikinn tíma til að pússa á mér neglunar, horfa á sjónvarpið og taka til. Held meira að segja að ég búi um rúmið mitt á hverjum degi! Allt þetta voru mínir hinstu draumar þegar ég lá yfir bókunum í seinustu prófum.

Annars er fólkið hérna mjög áhugasamt um mig, og fæ ég tvenns konar spurningar minnst 3x á dag.

Annars vegar "mannfræði, hvað er nú það?", "við hvað ætlar þú svo að vinna?". Þessar spurningar er svo sem auð svarað og er ég komin með ákveðna rútínusvör.

Hins vegar eru svo spurningar eins og "hvað heitir maðurinn þinn?", "jæja ertu búin að ná þér í mann?", "hvernig stendur á því að þú átt ekki mann?". Þessum spurningum er ekki eins auðsvarað. mér finnst nú samt frekar fyndið þegar ég var í umræðunni í vinnunni einu sinni sem oftar og þá fór ein konan að ræða það að "konurnar í dag eru orðnar svo sjálfstæðar að þær fara bara til danmerkur og fá sér sæðisgjafa"!! VÓ! ok ég er orðin 24 og ég er ekki enn ráðsett, óþarfi að fara láta eins ég sé á seinasta söludegi!!

En svona er lífið hérna á króknum. Fólk fer í vinnuna kl 8 til 16 fer svo í búðina, 50% fara út að skokka, hin 50% eru heima að elda. svo er horft á sjónvarpið og farið að sofa. Þeir sem passa ekki inn í þennan lífstíl eru bara óheppnir! t.d. getur maður bara farið í sund milli 17 og 21, fólk eins og ég verður þá bara að bíða heima eftir að allir aðrir eru búnir að vinna til að komast í sund!

En fólkið hérna er samt voða yndælt og ekki þarf ég lengur að kvarta yfir stressi og ofurálagi, svo tilgangi mínu er að því leitinu náð.

3 Comments:

At 17:53, Blogger Ýrr said...

ohh Erna, þú ert svo flippuð og SJÁLFSTÆÐ að eiga ekki mann! (Því öll vitum við jú að það eina sem gildir í lífinu er að eiga mann)

 
At 22:28, Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha! Úff! Pressan, maður! Tek undir með Ýrr, sjálfstæð kona!

Bið að heilsa í ríkið á Króknum (sem rúmar ekki heilan Háskólakór, muhaha!)

 
At 11:56, Blogger Erna María said...

Fannst samt líka snilld að hafa degið ykkur á rúntinn á króknum í rútunni .

þetta var alveg stór liður í ferðaplaninu, ásamt frísbí og snú snúinu fyrir utan Hyrnuna og fótboltasjósundinu hennar Hóu í Hrútafirðinum....

ooooh, that good old times....

 

Skrifa ummæli

<< Home