mánudagur, febrúar 12

Og auðvitað vann Röskva!!

Enda datt mér ekki í hug að vera að fara í fýluferð hingað suður. Þvílík gleði og hamingja. Hef sjaldan upplifað annað eins. Eftir endalausa vinnu og baráttu náðum við meirihluta í stúdentaráð. Ég viðurkenni þó að ég var búin að gera mér vonir um þetta, enda vildi ég ekki trúa upp á neinn heilvita mann að kjósa H-listann.

Enda gat ég ekki annað en rifað úr gleði þegar bakarinn í Hagkaup spurði mig á laugardagsmorguninn þegar ég fór að kaupa í þynnumorgunmatinn handa okkur frænkunum hvort Röskva hafi ekki verið að vinna í kosningum, endaði brauðkaup mín á nær 20 mín spjalli við bakarann um hvað sigurinn var sætur!

Nú get ég farið sátt heim eftir 3 daga stanslausan fögnuð, djamm og gleði.

Hugsa samt að ég komi mjög fljótlega aftir í höfuðborgina, er ekki alveg að meika þennan flutning í auðnina : /

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home