mánudagur, febrúar 12

viva Röskva, viva Röskva.....

Held að ég sé enn í sigurvímu eftir stórkostlega kosningabaráttu Röskvu. Alla vega er ég enn hás eftir fögnuðinn og söngvana og brosið næstum fast á mér þegar ég hugsa til fimmtudagsnæturinnar!

En núna sit ég ein á gólfinu í tómu húsi, því það er verið að taka allt í gegn (átti reyndar að vera búið að því meðan ég var fyrir sunnan, pirr pirr). Líður mér því eins og ég sé í skammarkrók (en ekki á Sauðárkrók), fæ ekki lengur að vera með heldur fæ að dúsa hér ein með tölvuna mína og sjónvarpið, langar helst að flytja aftur suður í næstu viku.


úff, ég er að deyja úr sjálfsvorkun! Reyni að vera aðeins jákvæðari á morgun.

2 Comments:

At 09:08, Blogger Lára said...

ó mæ god hvað ég skil þig vel. ég dó úr sjálfsvorkunn í síðustu viku. endurlifnaði svo með því að koma bara til íslands, ákvað að hætta að þykjast vera ógó sjálfstæð og þessi týpa sem "fílar það bara að vera ein" - nei sko búið mál - maður þarf á félagsskap að halda til að þrífast og hananú. svo ef þú ert í r.víkinni næsta mánuðinn þá er kaffi á könnunni á víðimelnum! og ef þú ert í skammarkróknum þá er ég allavega stundum á msn :)

 
At 16:29, Blogger Erna María said...

vei vei, ég kem pottþétt í kaffi þegar ég kíki næst suður, held að ég komi fyrr en seinna!

 

Skrifa ummæli

<< Home