miðvikudagur, febrúar 11

"Að vera eða ekki vera" Blaðberi.....

sú spuringin hefur verðið að veltast í hausnum á mér seinasta mánuðinn og núna er ég loksins búin að gefa undann sjálfri mér og er búin að segja upp skrambans vinnunni hjá Fréttablaðinu!!!

Ég veit ekki alveg hvern ég var að reyna að blekkja með að þykjast vera einhvern brjáluð morgunmanneskja og fara snemma að sofa á kvöldin!!!
Ég verð bara að sætta mig við að ég er og mun alltaf vera Nightingale

Þá er ég einni vinnunni færri. Núna er ég bara í þremur vinnum staðin fyrir fjórar!!!
Hvað er ég eiginlega búin að hafa mig út í?!! Svo tala ég ekki um allt sem ég er að gera launalaust!

Kannski ég fái mér eina svona hallærislega sjálfshjálparbók "Hvernig á að segja NEI"!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home