þriðjudagur, október 19

Orðlaus.....

Hafði mig loksins í að mæta til auglæknis í morgun, eftir allt of langann trassaskap. Eftir ég hafði tekið í hendina á þessum "virðulega" auglækni og sagt honum erendi mitt til hans ákvað ég að láta hann vita að ég væri nú reyndar lesblind og það gæti verið orsök fyrir þreytu í augunum.
Fékk ég þá bara vænt "högg" frá lækninum og tilkynnti hann mér það að ég VÆRI SKO ALDEILIS EKKI MEÐ LESBLINDU/DYSLEXIU!!
"ööö...jú ég fékk greiningu hjá taugasálfræðingi í byrjun ágúst!!" sagði ég eftir vandræðarlega þögn.
Varð hann þá æfareiður og lét mig lesa einhverja klausu, sem ég þá gerði, þar sem ég komst vandræðalaust í gegnum fyrstu línuna þá reif hann af mér spjaldið og sagði að manneska eins og ég gæti nú ekki verið lesblind!!! svo fékk ég vænan fyrirlestur um þróun lesturs á íslandi og hvernig sjónin virkaði við lestur! Átti ég nú ekki til orð og hafði ég heldur ekki löngun til að eyða orku í rökræða við svona mann!!

Þegar hann hafði lokið sér af við að reyna að telja mér trú um að ég væri nú bara alls ekki lesblind og ætti ekki að láta fólk telja mig trú um það, þá gat hann loksins farið að snúa sér að því að mæla í mér sjónina.

Ég er þá með eitthvað voða fínt heiti yfir því að ráða ekki við fókusinn, er með einhvern fókuseitthvaðkrampaeitthvað og ég ætti að fá mér eitt stk. gleraugu.

Ekki gafst hann samt upp við reyna sannfæra mig um að fyrirbærið lesblinda væri bara ekki til!! Það væri nú bara kjaftæði að háskólanemi gæti verið með lesblindu!!

Jáhá...mér finnst nú bara eins og ég hafi verið að koma út úr "skápnum"!
Á ég núna að fara stofna "samtökin '04" og berjast fyrir viðurkenningu fólks með Dyslexiu!?!

Annars fyrir áhugasama þá bendi ég á heimasíðu Taugasálfræðingsins sem ég fór til www.jgh.is

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home