Control Room
Ákvað að skella mér á sýningu myndarinnar Control Room í Listasafninu í gær! Á eftir heimildarmyndina var pallborðsumræða þar sem hin virðulega Sigríður Víðis var þar einn af pallborðsfólki og sagði frá sínu áliti á málinu.Held að allir hafi gott af því að sjá þessa mynd, enda kom hún með margar áhugaverðar ábendingar um fréttaflutning á íraksstríðinu. Þó ég væri búin að sjá margar myndir af stríðsþjáðu og limleyst fólk í fréttum, þá hafði þessi heimildar mynd alveg sérstaklega mikil áhrif á mig. Fann ég kannski fyrst nú, fyrir því hvað stríð er raunverulegt og það gerist ekki bara í "útlöndum"!
umræðurnar eftir myndina var einnig mjög áhugavert. það verður gaman að sjá hvort að fréttaflutningur Al Jazeera á ensku eigi eftir að hafa jafn mikil áhrif á okkur enskumælandi vestræna heim og það hefur haft á Arabiskaheiminn!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home