þriðjudagur, ágúst 16

"það er draumur að vera með dáta..."


Sá mjög skemmtilegan og fræðandi þátt á RUV í kvöld um "ástandið".
Snilldar þáttur, segi ekki annað! Hló mig alveg vitlausa af viðbrögðum íslendinga á hernáminu. Helstu áhyggjurnar voru að "missa" kvennfólkið í arma hermannana og þar með gera þær að skækjum og mellum, en ekki að við værum stödd í miðri heimstyrjöld!!!!!
Það var meira að segja sett saman Ástandsnefnd, þar sem þrír karlmenn reyndu að finna eitthvað út úr því að stoppa þennan ólifnað og saurlíf sem íslenskt kvennfólk væri komið í

Annars skil ég kynsystur mínar (eða kynömmur!) mjög vel! Loksins sem þær hitta "gentleman". Íslenskir karlmennirnir hefðu frekar átt slaka á afbrigðisseminni og reyna að læra eitthvað af þeim og hætta að reyna draga okkur heim á hárinu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home