Vá Vá Vi Va...
Guðfinna dró mig með sér í að sjá Borat. Ég hef greinilega verið að misskilja þessa mynd alveg. einhvern veginn var ég viss um þetta væri einhver aulahúmor sem maður fengi bara einhvern aulahroll að horfa á (hér vitna ég í myndina þar sem hann er í frekar séstakri grænni sundskýlu, hefði sett mynd af henni hér, en ég hafði bara ekki alveg geðið í mér til þess en þið finnið hana hér). í fyrsta lagi skyldi ég ekki þetta fár sem var í kringum þessa mynd og hver í óskupunum væri að eyða peningum í að auglýsa þessa mynd.
En nú er ég alveg búin að fatta þetta. Myndinn var alveg þrælfyndinn og náði stundum ekki andanum fyrir hlátri, BNA var tekið bóksaflega í *********. Þrátt fyrir að blygðunarkennd mín hafi orðið fyrir talsverður skaða, þá held ég að ég þurfi að horfa nokkrum sinnum á hana til að ná öllum punktunum.
Hérna getið þið séð fyrstu 4 mín af myndinni
1 Comments:
Brilliant mynd! :)
Skrifa ummæli
<< Home