Vangaveltur!
Ég er búin að velta hlutunum svo mikið fyrir mér að ég er að verða geðveik. Til dæmis eyddi ég 2 klukkutímum að velta fyrir mér hvort ég ætti að fá mér popp. Ákvað svo að gera það ekki. enda um 510 kaloríur í einum popppoka!!Svo hef ég verið að velta mér fram og til baka hvað varðar útskriftina mína. Á ég að útskrifast núna í febrúar eða draga það þangað til í júní.
Ef ég ætla að útskrifast í febrúar, þarf ég að vinna við ba-verkefnið ÖLL jólinn!! Langar eiginlega meira að nota tíman í að rækta fjölskylduböndin. Ef ég ætla að útskrifast í febrúar eru mamma og pabbi æst í að drífa að kaupa flugmiða fram og til baka frá spáni til að mæta í útskriftina (vó, pressa!). Svo fengi ég aðgang að fleiri gögnum frá hagstofu sem ég gæti nýtt mér ef ég útskrifast í júní, því gert verkefnið mitt verðmætara og ef til vill verið lengur á launum við að vinna það.
Eftir mjög mikið pæl og umræður við fjölskyldu meðlimi er ég að spá í að flytja tímabundið norður eftir áramótin, kannski bara í mánuð kannski lengur. Þar myndi ég svo halda áfram að vinna í verkefninu. Sé reyndar fram á félagslegt sjálfsmorð. En ég gæti leiðrétt fjárhagsstöðu mína og unnið í ró og næði við verkefnið (bókstaflega, yrði alein upp í sveit!!).
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home