laugardagur, október 28

Á mörkum dauðans!!!


Þeir sem þekkja mig vel vita að ég er með mjög sterk viðbrögð ef mér bregður og mér bregður mjög auðveldlega.
Núna í kvöld þar sem ég sit í myrkrinu og læt mér leiðast í tölvunni. Veit ég ekki af mér fyrr en eitthvað byrjar að klifra upp fæturnar á mér. Bregður mér svo hryllilega að ég öskra úr mér líftóruna, hendist upp úr sófanum og hrindi sófaborðinu lenst út á gólf!
Þá var ég búin að gleyma að ég er að passa lítinn chihuahua hund fyrir frænku mína, sem vildi allt í einu fá athygli.

Ég fæ því álíka mikið kikk úr því að fara í tívolí og að fara á hryllingsmynd í bíó!

3 Comments:

At 18:22, Anonymous Nafnlaus said...

Heheh... Einhver staðar hefur maður séð þig kippast svoldið til :) en hefði nú alveg viljað sjá þetta ;)

 
At 10:27, Anonymous Nafnlaus said...

Hehe þótt það sé langt síðan við höfum hangið saman, þá man ég sko alveg eftir viðbrögðunum þínum þegar þér bregður...:) Knúsaðu Völu fyrir mig...

 
At 10:40, Blogger Erna María said...

já það er alveg greinilegt að forfeður mínur komust af vegna gífulegra miklra viðbragða þegar rándýr sóttust að þeim ;)

ég skil því til Völu og til litla kúts :)

 

Skrifa ummæli

<< Home