Frumlegar pikk-up línur
Sú staðreynd er farin að renna upp fyrir mér að ég sé vitleysingjasuga á fulla karlmenn. Alla vega hef ég heyrt ófár klikkaðar og frumlegar pikk-up línur . Það hefur orðið til þess að ég hef ákveðið að skrifa niður þær frumlegustu.Sú sem ég fékk við að afgreiða á Októberfest á föstudaginn skorar ansi hátt í frumleika. En þar var staddur gaur sem var ansi vel í glasi og ætlaði greinilega að veiða þetta kvöld. Eftir að hafa gert sitt besta til að reyna að fá mig á sitt band með ýmiskonar smjaðurstali, hrópum og köllum. vissi ég ekki af mér fyrr en ég fæ síma í hausinn, þá hafði gaurinn kastað í mig símanum sínum og vildi endilega að ég setti símanúmerið mitt í hann! Benti ég honum á að fá frekar símanúmerið hjá Geðdeild.
Hann má samt eiga það að hann var ferkar fyndinn!
Aðrar pikk-up línur sem eru ofanlega á listanum eru:
Viðkomandi nýlega búinn að tjá mér ást sína og segir svo eftir langa umhugsun "Þú ert nú meiri hóran!"
Viðkomandi strunsar að mér á dansgólfi á ónefndum stað "hva' ertu í útileigu?!" - gerði svo nokkrar tilraunir til að klæða mig úr fötunum
".....fá svo eina kampavínsflösku handa þessu kellingum þarna!"
"Má bjóða þér upp á bjór?....kokteil?....línu?"
Viðkomandi réttir mér miða sem á stóð "koddu á trúnó" gat merkt við "já" eða "nei"
"Meigum við strákarnir ekki bjóða ykkur með okkur heim að spila lúdó?"
"BÚÚ!" (viðkomandi gaur tókst btw. að hræða úr mér líftóruna)
".....til í kjellinn í kvöld?"
5 Comments:
Múhahahahahahahaha!
Meira svona.is! :)
Hehehe snilld!
hahaha brilliant!
Ég hef nú fengið þær nokkrar furðulegar en þínar slá þær flestar út!!
hahahahaha, merkilegt að þú skulir vera ennþá einhleyp:o)
já, það er alveg merkilegt miðað við alla þessa rugludalla sem sogast að manni!
Skrifa ummæli
<< Home