þriðjudagur, október 3

Þvílík andstæða sem sumarið og veturinn er hjá mér.

Sumarið einkenndist á að bíða eftir að tími liði, húka alein á 10 tíma næturvöktum eyddi tímanum ýmist við að leysti sudoku, lesa Moggann, spila Civilization, lesa nokkrar bækur og horfða óhóflega mikið á sjónvarpið. Einu skiptin sem ég hitti fólk var á djamminu eða þegar ég fór norður eða til Danmerkur. Hreyfði mig nánast ekki neitt nema þegar ég datt inn á dansgólfið á djamminu. í sumar svaf ég yfirleitt ekki lengur en 4 tíma í senn.

Veturinn hefur einkennist af því að tíminn hafi liðið allt of hratt og fæ ég snýst ég bara í hringi yfir öllum verkefnunum og reddingunum sem ég þarf að klára. Ekki þarf ég að kvarta yfir einmannaleika þar sem er lítið sem ekkert heima hjá mér. núna í vetur fer ég minnst 5x í viku í ræktina. í vetur náði ég að sofa.

3 Comments:

At 21:41, Anonymous Nafnlaus said...

vá þetta er skemmtileg lýsing hjá þér :)

Ekki samt ofkeyra þér elskan

 
At 11:12, Anonymous Nafnlaus said...

Já gaman að hafa nóg að gera.. en tek undir orð Pálínu, passaðu þig og mundu að slappa af stundum..

 
At 23:10, Blogger Erna María said...

já stefni á að slappa af í jólafríinu ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home