þriðjudagur, október 31

oh, ég er svo hræðilegur penni. ég veit ekki hversu oft sem ég hef sest niður og ætlað að blogga um það sem ég hef verið að ræða og pæla í við fólk. Ég á hins vegar mjög auðvelt með að koma hlutum frá mér í tali. kannski ég fái mér þá bara Videoblogg.
Eða nei nenni ekki að hlusta á sjálfan mig í hvert skipti sem ég kíki á bloggið. Fæ mér kannski bara ritara í staðinn.

Ég veit ekki hvernig ég fer að því að skrifa 2 rigerðir og 1 Ba ritgerð á næstu 2 mánuðum! Ég væri alla vega miklu ferkar til í að halda fyrirlestra!

4 Comments:

At 08:46, Anonymous Nafnlaus said...

Það er full mikil bjartsýni að skrifa 2 ritgerðir og 1 BA ritgerði á tveimur mánuðum nema þú ætlir að gera EKKERT annað!

Gangi þér samt vel!

 
At 03:42, Anonymous Nafnlaus said...

Ég er einmitt betri í að skrifa... þá hef ég meiri tíma til að hugsa og orða allt betur. Gengur ágætlega að tala líka, en hugsa oft eftirá "oh ég hefði átt að segja þetta en ekki hitt"
En svo skrifa ég reyndar líka alveg hugsunarlaust og hugsa eftirá að ég hefði átt að gera öðruvísi.

 
At 03:43, Anonymous Nafnlaus said...

eftirá... þetta var nú frekar hugsunarlaust:P

 
At 11:07, Blogger Erna María said...

hehe, málið er að það er vantar svo í textann þær raddbreytingar og tjáningar sem ég er ekki nógu góð að lýsa í rituðu orði.
ég fer alltaf að ofhugsa hlutina og endurskrifa sem endar með að þetta er orðið að eintómri þvæli.

 

Skrifa ummæli

<< Home