laugardagur, nóvember 4

Taflklukka óskast!

Ég er að spá í að fá mér taflklukku til að hafa á hreinu hvað ég er að eyða raunverulega miklum tíma í námið en ekki spökuleringar um leturstæðina á textanum eða hversu marga kaffibolla ég hafi drukkið í dag.... Ég gæti því slegið á klukkuna um leið og ég missi einbeitinguna.

Annars hef ég komist að því að ég er búin að gleyma hvernig á að vinna í Exel. ég sem fékk 9.5 í töl 203! jah, það eru reyndar að verða 7 ár síðan ég kláraði það fag. Svo nú er ég stopp í Ba vinnunni minni. Ég bíð því þangað til einhver mætir á hvítum hesti og kennir mér eitthvað á þetta!

1 Comments:

At 10:23, Blogger Sigurást Heiða said...

Sniðug, sniðug :p en ætli maður myndi muna eftir að stimpla sig út þegar einbeitingin flýgur á vit ævintýranna... hmm veit ekki, en sniðug hugmynd. Maður er alltaf að pæla hvert tíminn flýgur, þurfum að reyna að vængbrjótan.

Annars ef þú ert í excel veseni þá geturðu alveg verið í bandi. Ég get reynt að aðstoða eitthvað, er að vinna í þessu excel rugli alla daga. Svaka stuð :p

 

Skrifa ummæli

<< Home