Lærðu eða drullaðu þér heim!
Þá er ég loksins komin í ræktina aftur eftir þessa leiðindar flesu. Sem betur fer hefur þolið né vigtin liðið neina alvarlega hnekki, sem ég hef verið í 2 mánuði að byggja upp.Þar sem ég mæti nánast daglega í ræktina (s.s. Baðhúsið) sé ég þar allar tegundir af konum sem ætla heldur betur að koma sér í kjólinn fyrir jólinn! Flott hjá þeim. En það sem fer ótrúlega í pirrunar á mér eru konur sem mæta og gera ekki neitt. Margar rölta í róleg heitum á hlaupabrettinu og drekka vatn, aðrar hanga í tækjunum og annað hvort senda sms eða horfa út í loftið. Mig langar helst að öskra á þær "Annað hvort hreyfið þið ykkur eða drullið ykkur heim og hætti að teppa fyrir mér tækin!"
Svo á Hlöðunni í dag fór ég aðeins líta í eigin barm. ég eyði jú oft löngum tíma á hlöðunni einmitt við að horfa út í loftið, senda sms, hanga á msn og drekka kaffi.
-Hér eftir Læri ég á Hlöðunni eða bara Drulla mér heim og hætti að teppa borðin fyrir stúdentum!!
1 Comments:
Heyr heyr Erna mín :)
Skrifa ummæli
<< Home