Að fara eða ekki fara, það er efinn
úff ég er með þvílíkan valkvíða þessa daganna.Stend eiginlega á ákveðnum tímamótum. Þarf s.s. að velja á milli þess að fara út í heim í sjálfboðaliðastarf eða fá mér "fullorðinsvinnu".
Þó ég sé að spá í að fara ekki út fyrr en í haust, verð ég eiginlega að fara ákveða mig þá og þegar, því ef ég fer ætla ég að búa bara áfram hérna á Króknum og sækja bara um sumarvinnu, ef ég fer ekki ,þá ætla ég aftur til RVK og leita mér að framtíðarvinnu.
hmmmm........
Það er náttúrlega svolítið stór ákvörðun að fara út í heiminn í ævintýraleit, en þar sem mig hefur alltaf langað þá er það nú eða aldrei að fara, þar sem ég á ekkert og skulda ekkert, á hvorki mann né barn, er í raun ekkert sem stoppar mig við að drífa mig!
Ætla aðeins að hugsa þetta betur...
Annars gengur Ba vinnan min frekar hægt þessa daganna þar sem ég er að vinna alla daga og er yfirleitt svo þreytt og önnum kafin þegar ég kem heim að ég hef ekki gefið mér tíma. Týpíst ég! enda alltaf með að vera í skóla með vinnu í stað vinnu með skóla!! En ég er farin að finna fyrir töluveðri pressu og það er helst hún sem drífum mig áfram við að læra. Dreymir einmitt helst þessa dagana einhverjar hugmyndir eða útfærslur sem ég get unnið út frá í ritgerðaskrifunum.
6 Comments:
Að hoppa út í heim held ég sé ekki spurning, það er nógur tími til að fá sér fullorðinsvinnu!
Go girl!
Hvað sem þú gerir verður það ábyggilega voðalega spennandi :)
Kv. Dagný Ósk S
Tek undir með Hillu. Fullorðinsvinnan bíður, það er ekki víst að útlandið bíði jafnauðveldlega.
Elskan mín, auðvitað skellirðu þér til útlanda. Núna er tækifærið. Í gvöðanna bænum ekki fatta seinna að þú hafir ekki notað það!
Mér líst vel á Vina Indlands pælinguna. Og eiginlega bara hvaða útlandapælingu sem er! Um að gera að skella sér bara þangað sem mann langar að fara og sjá hvað gerast. Það versta sem gerist er að mann langar heim og fer þá heim og fær sér vinnu! svo einfalt er það.
xxx Sigga
Tek undir orðin að ofan! Ekki spurning um að fara út, nægur tími fyrir fullorðinsvinnu og óþarfa ábyrgð!
Vænti póstkorts frá Indlandi! :)
láttu eðlið ráða för..
kv Helgih
Skrifa ummæli
<< Home