fimmtudagur, nóvember 6

hnerri hnerri

*sniff, sniff*
sjórinn er farinn en ég er búin að vera veik í dag og undannfarna daga og hef verið að reyna að hnerra í allann dag er sem sagt með Influenzu!
Fór að vinna í kvöld, Vala vinkona var að byrja að vinna þar og stóð sig bara rosavel og fékk vinnu um leið (enda var hún með frábæran leiðbeinanda). Önnur stelpa sem var að byrja fékk ekki vinnu. Ég vorkenndi henni pínu.
Ég ákvað að fresta ferðinni minni norður :(af því ég þarf að læra svo mikið (bömmer). Var ferlega fúl þar sem mér langar svo mikið til að fara og hitta alla. Þar á meðal litla "Guðson" minn Eymund Óla (hann er víst farinn að labba út um allt). En ætla að reyna að fara norður 21 nóv. Það verður brjáluð djammferð og koma fullt af vinum mínum með. Planið er að halda til Akureyrar í Sjallann á laugardeginum (alltaf jafn gaman þar). (hnerri) en hins vegar ætla ég að hitta bestasta besta vin minn (Söndru) á morgun hún er að koma í borgina og er á leið til Frakklands að hitta kærastann sem er þar í skóla. Við ætlum að fara í eyðsluferð í Kringluna (ætla samt að passa mig á hættulegum sölumönnum) nú á að versla jólagjafir!! (kaupi kannski eina handa sjálfri mér, þær eru alltaf bestar) og svo í bíó um kvöldið (hvaða mynd ættum við að sjá hummm.....).
(hnerri) mamma og pabbi komu frá spáni í kvöld gat samt ekkert hitt þau, þar sem að ég vilja ekki smita þau áður en þau fara í sprautu!! (hnerri)

Í dag fíla ég:

- Völu vinkonu
- Mömmu og pabba
- þegar ég get hnerrað
- Ragnhildi yfirmanninn minn (eða yfirkonu.. hummm..)
- Jafnrétti
- Þrúði forsendukennara :)
- Stór góðu söngkonuna Lionance (fyndið þegar fólk lifir í eintómri sjálfsblekkingu...)

Í dag fíla ég ekki:

- Þegar ég get ekki hnerrað (en þarf að hnerra)
- Þegar fólk skilur ekki að hægt er að vera jafnréttisinni en ekki endilega feministi
- Einkunirnar mínar
- Fólk sem hefur fordóma fyrir Háskólafólki
- Fáfræði

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home