þriðjudagur, nóvember 4

Snjór Snjór Snjór

vííí það er snjór í höfuðborginni

Versta er að ég er komin með influenzu og þarf að halda mig inni og missi því af snjónum. Vaknaði seint og fór að læra. Er komin upp í 114 bls af glósum í Almennunni. Er að pikka inn glósur sem ég fékk lánaðar. er ekkert smá fegin að hafa þær, enda eru þær úrtáttur úr hverjum kafla í námsbókinni :)

Ein af mínum uppáhalds myndum er á Bíórásinni í dag eða Rat Race. ég elska þessa mynd, hlæ alltaf jafn mikið af henni. og höfum við Sveina vínkona mín horft á hana mjög reglulega saman.

jæja þó ég sé veik ætla ég ekki að missa af kóræfingu. þannig að ég get aðeins fegnið að labba snjónum.

í dag fíla ég:

- snjóinn
- Rat Race
- Sálfræði
- Svein bróðir fyrir að laga Commentin mín.
- Strepsils hálstöflur
- heitar sturtur
- mbl.is

í dag fíla ég ekki:

- að vera veik
- íslenskar útvarpstöðvar
- að hafa misst af tíma
(ja er ansi sátt í augnablikinu)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home