þriðjudagur, október 26

Nú skal tekið á því!!

Nú er maður komin í enn eitt átakið og dreif ég mig í ræktina í gær.
Við Sandra skoðuðum tímatöfluna í baðhúsinu og fannst okkur Body Combat hljóma vel, enda er ég komin með svo flotta spelku á vinstri hendina, að ég leit út fyrir að vera mikil boxari!!

Svo hlupum við passlega seinar inn í tíma og byrjuðum að svitna og hoppa í skeifu, basic, skvetta, hné, mambó, snúa, klappa, tja tja tja, lyfta, snúa, snúa, klappa, öfuga skeifu, tja tja tja, sparka, hoppa og alltaf ókst hraðinn, snúa, hoppa snúa lyfta, tja tja tja, klappa, snúa, mambó, hné, skipta, snúa.......

Vaknaði ég þá allt í einu út í glugga algjörlega dottin úr takti og ringluð, fór ég þá að átta mig á því að ég væri nú ekki í neinum bardagatíma!!
Ákvað samt að reyna að halda áfram að sprikla, klappa, snúa, lyfta, tja tja tja.......

Eftir tímann sá ég svo að ég hafði ruglast á sal og var í Eerobic-dance mix!!!
já, það meikaði miklu meiri sens!!!

En ég verð samt að mæta í næsta tíma, þar sem ég er búin að hafa fyrir því að læra þessi spor!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home