þriðjudagur, júlí 12

tölvuleikir=verkfæri djöfulsinsÉg hef komist að því að ég er tölvuleikja fíkill á háu stigi!!

Ég var að fá mér nýjan leik “Age of Empires”. Fannst alveg príðis hugmynd að hafa eitthvað til að dunda mér við á næturvöktum.

Nú virðist vera eins og leikurinn eigi mig. Ég sit marga klukkutíma án þess að hreyfa mig, mér er íllt í bakinu en samt held ég áfram, mér er kalt ég geri ekkert í því, ég gleymi alveg að borða, það er hins vegar í lagi, ef ég gleymi að setja á mig gleraugun, gef ég mér ekki tíma til að sækja þau í töskuna mína c.a. 1 metra frá mér.

Það tekur mig samt ekki langann tíma að láta mér líða aðeins betur, gæti t.d. skipt um stól farið í sokka, sótt gleraugun og fengið mér jógúrt. En einhvern veginn gef ég mér ekki þær 5 mínútur fyrr en ég er búin að vinna borðið sem ég er að spila.

Núna er ég búin að vera meira og minna vakandi í 3 sólarhringa, fókusinn í augunum mínum er nokkurn veginn horfin, mig verkar í allan líkamann, klukkan er orðin hálf fjögur af nóttu, það er kveikt á stillimyndinni á sjónvarpinu, það er skelfileg tónlist í því,
Mér er kalt og ég er svöng, ég gæti talið endalaust upp....

En þar sem ég náði loks að sigra borðið sem ég var í get ég loksins slökkt á tölvunni, sjónvarpinu, tannburtstað mig og farið að sofa!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home