mánudagur, ágúst 15

Áðan sá ég lengsta kúst sem ég hef séð, hann var örugglega 50 metrar að lengd!! Það er sem sagt verið að þrífa gluggana á bókhlöðuna að utan!

Áðan hitti ég Idolið mitt Vigdísi Finnbogadóttur út í bakarí! Ég varð hálf feimin, það eru held ég fáir sem ég hef ber eins mikla virðingu fyrir eins og henni. Ég var pirruð yfir því að litlu stelpurnar í bakaríinu vissu örugglega ekki hver hún var!
- Ég er búin að vera raula íslenska þjóðsönginn síðan í bakaríinu!

Áðan komst ég að því að ég drekk allt of mikið kaffi, þar sem mér finnst allt kaffi sem er ekki expressó vera bragðlaust!

Áðan týndi ég strokleðrinu mínu, síðan þá er ég alltaf að skrifa vitlaust!

Áðan hafði ég 52 tíma til að rifja upp fyrir prófið, núna hef ég bara 45 tíma.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home